Ennisstöðin

Ennisstöðin eða þriðja augað, er staðsett á miðju enninu rétt fyrir ofan augun. Í gegnum ennisstöðina fáum við innsæis gáfuna, skilninginn, skyggnigáfuna (innri sjónina) og ímyndunaraflið.

Sumir segja að sálin sitji í ennisstöðinni á meðan aðrir segja að hún sé í efri hjartastöðinni. Það er sagt að jógarnir dragi lífsorkuna inn í þriðja augað á dauðastundinni.

Þegar kúndalíní eldurinn hefur verið vakinn í rótarstöðinni þá fer orkan sem því fylgir aðallega upp þrjár stórar orkubrautir, þær hafa verið nefndar Ida (kvenorkan) í vinstri hlið líkamans og Pingala (karlorkan) í hægri hlið líkamans, svo er líka orkubraut í miðjunni sem kallast Sushumna. Ida (kvenorkan) og Pingala (karlorkan) hlykkjast upp orkubrautirnar í hryggnum og mætast að lokum í ennisstöðinni og sameinast þar í eitt. Þegar þessi guðlega gifting/sameining verður þá er eins og það verði bliss eða ljósflæði um allan líkamann og manneskjan upplifir sig algjörlega heila. “Ljós líkamans er augað: þar af leiðandi þegar auga þitt er eitt, þá er allur líkami þinn fylltur ljósi.” Luke 11:34.

Ennisstöðin tengist: Vinstra auganu, eyrunum, nefinu, neðri hluta höfuðkúpunnar, taugakerfinu, heilaköngli.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá er manneskjan ekki upptekin af veraldlegum hlutum, hún óttast ekki dauðann, skynjunin er virk, hún meðtekur hugsanaflutning og hefur aðgang að fyrri lífum og öðrum víddum.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Höfuðverk, mígreni, hormóna ójafnvægi, martröðum, augn vandamálum, lélegri sjón, gláku, ójafnvægi í taugakerfinu, svefnleysi, frjókornaofnæmi, ofskynjunum, námserfiðleikumm, neikvæðum hugsunum.

Tilfinningalega: Ofurstolti, stjórnsemi, einstrengingshætti, ofurviðkvæmni, neikvæðum hugsunum, dómhörku, agaleysi.

Tilfinningar sem tengjast mígreni: Stjórnsemi, alvarlegheit, fullkomnunarsinni. Mikil þörf fyrir ást og viðurkenningu. Afneitun á eigin þörfum. Áhyggjur, sektarkennd og ótti. Reiði og pirringur út í aðra.

Tilfinningar sem tengjast gláku: Undir pressu sem hindrar sýn á framtíðina. Erfiðleikar með að fyrirgefa og sleppa. Andleg og líkamleg þreyta.

Tilfinningar sem tengjast svefnleysi: Tilfinning fyrir varnarleysi, óöryggi, eða hættu. Trúir því að ef hann/hún sofnar þá geti einhver sært eða notfært sér það. Yfirmáta ótti og hræðsla. Að finna fyrir ógn eða hjálparleysi.

Tilfinningar sem tengjast frjókornaofnæmi: Bældar tilfinningar. Tilfinning fyrir að geta ekki gert það sem manni langar til. Trú á að það sé ekki til nóg fyrir þig til þess að komast af.

Skynfæri: Sjötta skilningarvitið, Ljós

Mantra: OM

Dýr: Ugla

Element: Vitund, fjarskynjun, hugsanaflutningur, innsæi (kvenorka)

Ráðandi plánetur: Neptúnus og Júpiter

Litur: Dimm blár eða fjólublár

Virkjun stöðvar: frá 21 árs og til fullorðinsára

Orkusteinar: Þeir steinar sem eru m.a. góðir fyrir ennisstöðina eru Ametist/Ametist, Sódalít/Sodalite, Asúrít/Azurite, Lapis lazuli, Kúnsít/Kunsite, Blá hrafntinna, Sugilite, Charoite, Flúorít

Ilmkjarnaolíur: Rós/Rose, Bergamot, Ylang Ylang, Cinnamon

Staðhæfing. Lífið mun færa mér fullt af skemmtilegum hlutum í dag.

Erkiengill: Zadkiel