Sólarplexus
Sólarplexus er staðsettur rétt fyrir neðan bringubeinið eða rifbeinin. Þessi orkustöð er þekkt sem valdastöð. Sólarplexus hefur að gera með persónulegan styrk, viljastyrk, metnað, athafnasemi, hugarafl og brennslu.
Það er mikilvægt fyrir fólk sem er næmt fyrir tilfinningum annarra að vernda þessa orkustöð, því að þetta er sú orkustöð sem aðrir geta dregið frá manni orku, meðvitað eða ómeðvitað.
Sólarplexus tengist: Meltingu (ummyndun/brennsla matar í orku fyrir líkamann), maga, skeifugörn, briskirtli, gallblöðru og lifur, milta, miðtaugakerfi og sjón.
Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá er manneskjan bjartsýn, hefur gott sjálfstraust, hún hefur frumkvæði, hún er umburðalynd, sveigjanleg, heiðarleg, hún er mannblendin, sanngjörn, glaðvær, afslöppuð og sýnir hlýjar tilfinningar.
Ójafnvægi getur valdi:
Líkamlega: Vandamálum í meltingakerfi, magasári, bakflæði, sykursýki, sykurfalli, lifrarvandamálum, síþreytu, slappleika, höfuðverk, ofnæmi, taugaóstyrk, hægðatregðu (haldið í fortíðina), neðra baks vandamálum.
Tilfinningalega: Ofurviðkvæmni á gagnrýni, reiði, valdabaráttu, stjórnsemi, lágu sjálfsmati, mikilli efnishyggju, vinnufíkn, ótta, neikvæðum hugsunum, hugleysi, dómhörku, óþolinmæði, fullkomnunaráráttu, að vera í hlutverki fórnarlambsins.
Ef sólarplexusinn er blokkeraður þá er manneskjan ofurviðkvæm fyrir því hvað aðrir hugsa um hana. Við geymum reiðina í lifrinni.
Tilfinningar sem tengjast sykursýki: Ótti við að taka þátt í lífinu. Stöðug þörf fyrir ást, sem tengist þeirri trú að þú sért óverðug/ur. Sektarkennd. Sannfæring um að þú þurfir að berjast til þess að komast af.
Tilfinningar sem tengjast ofnæmi: Gefur öðrum leyfi til að hafa vald yfir þér. Veit ekki hvernig á að setja öðrum mörk.
Tilfinningar sem tengjast meltingunni: Dómharka, reiði, óraunhæfar væntingar. Vonbrigði, ótti við að mistakast. Ósamkomulag við aðra. Fullkomnunarsinni.
Skynfæri: Sjón
Mantra: RAM
Dýr: Hrútur
Element: Eldur, karlorka, viljastyrkur
Ráðandi plánetur: Sólin og Mars
Litur: Gulur
Virkjun stöðvar: frá 8-11 ára
Orkusteinar: Allir gulir steinar, Gulur Safír, Sítrín/Citrine, Tígrisauga/Tiger eye, Gulur jasper, Gulur kalsít, Malakít/Malachite, Gulur Túrmalín/Yellow Tourmaline, Ródókrósít/Rhodochrosite.
Ilmkjarnaolíur: Rós/Rose, Bergamot, Ylang Ylang, Cinnamon
Erkiengill: Mikael