Magastöðin / Tilfinningastöðin
Magastöðin er staðsett rétt fyrir neðan naflann. Þessi orkustöð er beintengd við ennisstöðina og hefur verið kölluð orkustöð vatnsins eða sætleikans. Magastöðin hefur að gera með aðdráttaraflið, aðlöðun/persónutöfra, þessi orkustöð færir okkur líka hina nærandi tilfinningalegu kvenorku sem þarf til þess að gefa sál nýjan líkama, (til þess að konan geti orðið barnshafandi), langanir, tilfinningar, sköpunarorkuna, lífsorkuna, kynorkuna, kynlíf, náin sambönd.
Magastöðin er tengd tilfinningum og tilfinningasveiflum og hefur tunglstaða mjög mikil áhrif á þessa orkustöð enda er element hennar vatn. Þegar konan gengur í gegnum breytinga skeiðið þá fer sköpunarkrafturinn frá magastöð upp í hálsstöð þar sem honum er umbreytt í andlega orku.
Magastöð tengist: Nýrum og þvagblöðru, sogæðakerfi, æxlunarfærum, brjóstum, tungu, fitusöfnun, húð, blöðruhálskirtli, öllu því sem er fljótandi í líkamanum.
Magastöð í jafnvægi: Manneskjan sýnir umhyggjusemi, treystir tilfinningum sínum, er vingjarnleg, bjartsýn, hefur eðlilegar langanir og þrár, sköpunarkrafturinn blómstrar, kynorkan er í jafnvægi.
Magastöð í ójafnvægi getur valdið:
Líkamlega: Vandamálum í þvagblöðru og nýrum, gallsteinum, blöðruhálskirtils vandamálum, vandamálum í neðra baki, þvagsýrugigt, offitu, kynlífsvandamálum, frjósemisvandamálum.
Tilfinningalega: Ofurmetnaði, kaldlyndi, stjórnsemi,vanmætti, tilfinningalegu ójafnvægi, árásargirni, alls kyns fíkn, drama, ofurviðkvæmni, mikilli feimni, ótta og sektarkennd.
Þegar við óttumst eitthvað mjög mikið þá verður mikið álag á nýrun og nýrnahetturnar.
Tilfinningar sem tengjast vandamálum í þvagblöðru: (T.d. þvagfærasýking) Reiði og biturð, mikil sektarkennd og ótti. Sannfærð/ur um að það sé eitthvað að honum/henni.
Tilfinningar sem tengjast alkhólisma: Niðurbæld reiði og sársauki, sjálfsrefsing, leiði, stöðnun, þunglyndi, þörf fyrir að finna leið út. Of miklar hugsanir, á kafi í sjálfssköpuðum vandamálum og ýtir þeim í burtu frekar en að takast á við þau.
Tilfinningar sem tengjast anorexíu: Reynir að stjórna lífinu með því að neita sér um næringu. Mikil reiði, hatur og afneitun á sjálfum sér. Trúir á sjálfspíningu. Neitar sér um gleði og skemmtun. Finnst sem hún/hann tilheyri ekki, ófær um að tengjast og takast á við óttann.
Tilfinningar sem tengjast vandamálum í nýrum: Lágt sjálfsmat, gremja, þreyta. Gefur orkuna sína, finnst hann/hún vera lítilvæg/ur. Kennir öðrum um ófullkomleika sinn. Reynir að finna blóraböggul. Skortur á orku. Skortur á samkiptum í sambandi eða sambandsslit. Gömul sorg sem vill ekki fara.
Skynfæri: Bragðskyn
Mantra: VAM
Dýr: Vatnadreki
Element: Vatn, kvenorka, fljótandi, flæðandi
Ráðandi pláneta: Plútó
Litur: Appelsínugulur
Virkjun stöðvar: frá 3-8 ára
Orkusteinar: Allir gulir steinar, carnelian (m.a. góður fyrir verki í neðra baki) Rauður Jaspis, Topaz, Gulur Kalsít, Sítrín/citrine, Quarts. Gullin Labradorít/Sunstone
Ilmkjarnaolíur: Jasmine, Rós/Rose, Sandalviður/Sandalwood
Erkiengill: Gabriel