Námskeið í REIKI heilunaraðferð Reiki námskeiðin eru tekin í stigum og það eru 3 stig ásamt Meistaragráðunni en hún veitir einnig kennararéttindi. Það er ekki skylda að taka öll stigin hjá sama kennara en gott er að framvísa skírteini frá Reikimeistara um að stigi sé lokið.
Farið er í uppruna Reikis og möguleika þess til heilunar. Unnið með orkustöðvarnar í gegnum hugleiðslu og er hugleiðsla hluti af námskeiðinu þar sem leiddar hugleiðslur eru bæði nærandi og styrkjandi og gefa einstaklingum næmari sýn á hvað heilun og slökun gengur út á.
Við förum í gegnum Reiki vígslu og farið í grunninn á sjálfsheilun ásamt því að gefa öðrum heilun með Reiki orkunni.