Góður heilari

Góður heilari hefur reynslu og skilning og hefur sjálfur verið í sporum þess sem þiggur heilunina og miðlar þar af leiðandi af sjálfum sér öðrum til góðs. Það er reynslan sem hjálpar okkur og það er einmitt hún sem virkar betur en nokkuð það sem við getum lesið okkur til um. Heilun kveikir á orkustöðvum í líkamanum sem gerir það að verkum að stíflur leysast og líkaminn hreinsar sig sjálfur ásamt því að eflast af orku sem við þurfum að nota í daglegu lífi okkar.

Þú nærð að hvílast og sofa betur, laus við stress og líkaminn fær þá næringu sem hann þarf á að halda til að hvílast og það er einmitt einn af mikilvægustu þáttum í lífi okkar ásamt góðri náttúrulegri fæðu.
Sem þiggjandi getur þú átt von á því að gömul óleyst mál koma upp á yfirborðið og það er í raun vinna sem fer í gang til að losna við eitthvað af því sem er að hefta þig í núinu svo þú getir haldið áfram á þeirri braut sem þú ert að fara. Það getur verið að líkaminn sé að senda þér óbein skilaboð með einmitt verkjum og óþægindum einhverskonar og eru þá svæðin sem tilheyra hverri orkustöð fyrir sig að gefa merki um það. Komi þannig vandamál upp er heilunin að hjálpa þér með að hreinsa líkamann og auka orkuflæðið til að líkaminn sé laus við þær þrautir sem herja á. Það getur verið gott að hlusta á líkama sinn og og tilfinningar og fara aðrar óhefðbundnar leiðir áður en í óefni er stefnt.