Heilun órólegra barna
Það koma mörg börn í heilun á vinnustofuna mína. Þau yngstu eru nokkra vikna gömul og geta haft magakveisu eða eiga erfitt með að falla í ró og sofna. Það koma líka foreldrar með unglinga sem eiga erfitt með sjálfa sig, sveiflast í skapi og eiga jafnvel við þunglyndi eða geðhvörf að stríða.
Stærsti hópurinn telur börn á aldrinum 5-10 ára sem eru óróleg, eiga erfitt með að sitja kyrr, hvort sem þau eiga að sitja við matarborðið eða í skólastofunni. Þau börn tjá sig með hávaða og geta verð æst og árásargjörn gagnvart öðrum börnum.
Þegar barn með þessi vandamál kemur í heilun kem ég jafnvægi á orkustöðvarnar og losa stíflur í flæðinu á milli þeirra þannig að barnið njóti jafnvægisins.
Þegar börn á hvaða aldri sem er koma á vinnustofuna mína er það mjög mikilvægt fyrir mig sem heilara að barninu líði vel og sé öruggt. Þess vegna er foreldrum velkomið að sitja inni á meðan meðferðinni stendur svo framarlega sem barnið óskar þess. Allt sem fram fer á vinnustofunni er unnið undir þagnarskyldu. Börnum finnst spennandi að koma í heilun og eru fús til gefa af sér verði þau fyrir ánægjulegri lífsreynslu í heiluninni.