JÓGA NIDRA
HVAÐ ER JÓGA NIDRA?
Jóga Nidra er mjög öflug, ævaforn, hugleiðslu aðferð sem á upptök sín í gömlum jóga handritum.
Jóga Nidra er öflug leið til heilunar, líkamlega og andlega, og til að ná tökum á svefnvandamálum, kvíða, þunglyndi og það léttir um leið á líkamlegum einkennum sem oft fylgja í kjölfarið.
Þegar þú stundar Jóga Nidra leggur þú af stað í dásamlegt ferðalag inn í uppruna og sannan tilgang jógans sem færir þér um leið verkfæri sem þú getur notað til að létta á streitu og amstri í daglegu lífi.
Þú lærir einnig hvernig þessi rótgróna aðferð hjálpar þér að njóta lífsins og betri heilsu.
Jóga Nidra er svefnhugleiðsla þar sem leiðbeinandi þinn leiðir þig áfram í þægilegri hugleiðslu og þú gerir ekkert annað en að slaka á og njóta með leiðsögn. Meðvitaðar öndunaræfingar og slökun gera það að verkum að þú svífur inn í frið og ró með þessari dásamlegu tækni. Afraksturinn kemur fram í betri svefnvenjum, léttari lundu og þú ferð auðveldar inní daginn og nýtur lífsins betur á margan hátt. Gamlir verkir geta horfið og streitan minnkar með aukinni æfingu.
Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við svefnleysi, einhversskonar fíkn, streitu eða ert í ofþyngd og með miklar áhyggjur þá er Jóga Nidra frábær leið til að hjálpa þér/ykkur í gegnum slík vandamál. Það eru leyndardómar hugleiðslunna sem geta hjálpað í þannig tilfellum.
Við þurfum líka að vinna með og finna orsökina fyrir vandamálum og læra að heila hana sjálf.
Það getur verið eitthvað gamalt sem er að varna því að þú komist áfram í lífi þínu.
Þarftu að skoða sjálfan þig og pæla í því hversvegna þér líður svona eða hinsegin, ertu með fordóma gagnvart sjálfum þér eða öðrum?
Þarftu að fyrirgefa einhverjum eða jafnvel bara sjálfum þér?
Ef þú getur svarað þessum spurningum játandi þá er Jóga Nidra pottþétt eitthvað fyrir þig.
Láttu þér líða vel með þér og fjárfestu í sjálfum þér og kynntu þér Jóga Nidra því það er 100% þess virði
Svava Bjarnadóttir Jóga Nidra kennari
Lærði hjá Jógasetrinu og Kamini Desai